Skilmálar

Af öryggisástæðum verða allir skráðir notendur að samþykkja notkunarskilmála okkar.

  1. IMM er eigandi Einkamal.is. Þegar talað er um Einkamal.is í skilmálum þessum er átt við stjórnendur vefsins.
  2. Notandi er persónulega ábyrgur fyrir öllu efni sem hann birtir á vefnum og öllum skilaboðum sem hann sendir. Einkamál.is getur ekki undir neinum kringumstæðum borið ábyrgð á orðum eða athöfnum notenda.
  3. Börnum undir 18 ára aldri er stranglega óheimill aðgangur að allri þjónustu Einkamal.is.
  4. Kaup og sala á ólöglegri þjónustu, sem íslensk löggjöf bannar er ekki leyfileg á vefnum. Einkamal.is áskilur sér rétt til að loka á notendur sem verða uppvísir að því.
  5. Einkamal.is áskilur sér rétt til að grípa inn í og loka á notendur, vegna kvartana undan stöðugu áreiti eða óþægindum af völdum annarra notenda. Þá áskilur Einkamal.is. sér rétt til að grípa til viðeigandi ráðstafana ef orðalag auglýsingar notanda þykir óviðeigandi. Einkamal.is bendir á að hægt er að tilkynna ólögleg athæfi með þar til gerðum hnappi á síðunni: "Tilkynna misnotkun". Hnappurinn er staðsettur við auglýsingu hvers notanda.
  6. Ef upp koma lögreglumál í tengslum við misnotkun vefsins, t.d. vegna brota á friðhelgi einkalífs eða sölu ólöglegrar vöru eða þjónustu, áskilur Einkamal.is sér fullan rétt til að aðstoða yfirvöld og afhenda þeim þau gögn sem óskað er eftir.
  7. Myndbirtingar eru val hvers og eins notanda. Myndir verða að vera af notandanum sem sendir hana inn, hún má ekki sýna annað fólk en notandann sjálfan, hún má ekki vera hreyfimynd eða ósiðleg á nokkurn hátt. Einkamál.is áskilur sér rétt til að hafna myndum. Ítrekuð brot geta varðað við banni.
  8. Að gefa upp símanúmer, tölvupóstfang eða heimilisfang í texta auglýsingar er ekki leyfilegt. Einkamal.is áskilur sér rétt til að fjarlægja þessar upplýsingar úr auglýsingum. Það er þó val hvers og eins notanda að senda þessar upplýsingar í einkaskilaboðum. Einkamal.is mun ekki undir neinum kringumstæðum a) birta símanúmer, tölvupóstfang eða heimilisfang notanda, b) gefa það upp til þriðja aðila, eða c) gjaldfæra á símareikning notanda nema án upplýsts samþykkis í formi lykilorðs sem sent er í síma hans. Undantekning frá b) er þó áskilin ef um lögreglurannsókn er að ræða. Einkamal.is áskilur sér rétt til að eyða texta úr lýsingu notenda án fyrirvara.
  9. Með því að staðfesta notanda lýsir notandi því yfir að hann sé 18 ára eða eldri, af því kyni sem skráð er og samþykkir að hlíta notkunarskilmálunum.
  10. Að villa á sér heimildir eða misnota persónuupplýsingar er stranglega bannað á Einkamál.is
  11. Til þess að fullnýta sér þjónustu Einkamál.is þarf notandi að vera áskrifandi að vefnum. Áskrift er innheimt vikulega eða mánaðarlega þar til að henni er sagt upp af notanda. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu ef að notandi er bannaður vegna brota á skilmálum.
  12. Einkamal.is áskilur sér rétt á að geyma allar upplýsingar sem settar eru inn á vefinn ásamt IP-vistfangi úr hverri heimsókn. Þá eru netföng notanda geymd af öryggisástæðum. Þá áskilur Einkamal.is sér rétt til að eyða öllum upplýsingum úr gagnagrunni vefsins án fyrirvara.
  13. Einkamál.is skuldbindur sig til að skoða ekki samskipti milli notenda nema grunur sé um að notendur séu að nota vefinn í ólöglegum tilgangi. Einkamál.is hefur heimild til að afhenda lögreglu öll þau gögn sem hún óskar eftir.
  14. Verði notandi uppvís að brotum á þessum skilmálum verður lokað fyrir aðgang viðkomandi og brotið tilkynnt viðkomandi aðilum.
  15. Áskriftargjald er innheimt sjálfkrafa fyrir hvert tímabil. Áskrift er ótímabundin. Ef notandi vill ekki endurnýja áskrift á næsta tímabili þarf hann að segja upp áskriftinni og hún lokast þá sjálfkrafa um leið og því tímabili sem greitt var fyrir lýkur.

    Verðskrá:
    Leið      Verð
    Vika 990 kr.
    Mán 1.990 kr.
    6.mán 8.490 kr.
    12.mán 13.990 kr.
    Gildir frá 1.júní 2023
  16. Einkamálavefurinn áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum án fyrirvara.