Ábyrgur vefur

Einkamál.is er stefnumótavefur fyrir lögráða einstaklinga og leggur mikið upp úr að vera ábyrgur stefnumóta og samskiptavefur. Á Einkamál.is á fólk samskipti undir nafnleynd. Öruggari samskiptamáti finnst ekki sé rétt farið að. Mikilvægt er að notendur tileinki sér góðar netvenjur. Hér að neðan má því finna tengla að góðum netvenjum frá SAFT ásamt algengum hættum á internetinu.

Góðar netvenjur http://www.saft.is/godar-netvenjur/
Hættur http://www.saft.is/haettur/
Myndbirtingar http://www.personuvernd.is/spurningar-og-svor/myndbirtingar/nr/475


Einkamál leggur til eftirfarandi heilræði

  • Ekki gefa upp persónuupplýsingar í gegnum netið s.s. símanúmer eða heimilisfang.
  • Ekki senda myndir frá þér nema það séu myndir sem þú ert til í að deila með öllum á internetinu. Fari óæskilegar myndir í umferð, er nánast ómögulegt að ná þeim af netinu.
  • Ef þú ætlar á stefnumót eftir að hafa kynnst aðila á Einkamál.is mælum við með því að stefnumótið eigi sér stað á opinberum, fjölförnum stað fyrst um sinn t.d. á kaffihúsi, veitingarhúsi eða í bíó.

Stillingar á síðunni

Notandi getur stillt síu á síðunni þannig að póstur og vinabeiðnir berist aðeins frá notendum sem falla innan síunnar.
Kynntu þér málið undir Stillingar > Friðhelgi

Ef þú velur að setja mynd inn á einkamál.is þá skal hafa í huga að nota mynd sem er af þér og velja hver má sjá hana. Alltaf hafa í huga að það sem þú setur á netið getur farið víðar en þú ætlaðir þér.

Óæskileg eða ólögleg notkun á vefnum

Notendur eru hvattir til að senda tilkynningar um óæskilega og ólöglegar auglýsingar á vefstjóra Einkamál.is.
Við hverja auglýsingu er hnappur sem heitir „tilkynna misnotkun“ og er okkur gríðarlega mikilvægt eftirlitstæki og hvetjum við notendur til að nota hann.
Mikilvægt er að notendur kynni sér skilmála Einkamál.is og átti sig á að sé vefurinn nýttur til að stuðla að ólöglegu athæfi þá kann það að vera tilkynnt til lögreglu.