52 ára karl á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast konum með stefnumót og vináttu/spjall í huga.
Áhugamál: Útivera, Ferðalög, Bíómyndir, Tónlist, Íþróttir, Veiði
Kannski er ég enn á veiðum,
jafnvel orðinn sjálfur bráð.
Lokað hef ég öllum leiðum
með regnbogans silfurþráð.
Vorið fæddist til þess að deyja,
gefa eitthvað nýtt.
Ég heyrði vindinn við kornið segja:
sumarið verður hlýtt.
Viska þín var viska barnsins
sem flestir hafa misst,
þrungin speki öldungsins
sem leit heiminn manna fyrst.
Þú dansaðir á ljósinu
með augun full af von
sem upphaf sitt átti í Betlehem
og dó í Babylon.
Veistu, ég sakna náttanna
með sinn eina sanna lit,
gleðióm fuglanna
í trjánum ljúfan þyt.
Ég leita þín í öllum þeim
andlitum sem ég sé.
Stundum býð ég stúlku heim
sem veit ekki að ég er ég.
Í kyrrðinni dafnar og lifir sá kraftur
sem hjartað hafði misst.
Ef þögnin gæti fært mig aftur
á þann stað sem ég sá þig fyrst.
Skuggarnir sofa á veginum úti,
sporin eru þar enn
sem mörkuð voru í svörtu fjúki.
Ég þarf að ganga senn.
Trója átti Helenu fögru,
Akkilles hælinn sinn.
Trjójuhestsins augu störðu,
þráðu að komast inn.
Eins og herirnir við eldana biðu,
bíð ég í minni trú.
Játa því sem augun tryðu
að það gæti verið þú.
Viska þín var viska barnsins
sem flestir hafa misst,
þrungin speki öldungsins
sem leit heiminn manna fyrst.
Og þú dansaðir á ljósinu
með augun full af von
sem upphaf sitt átti í Betlehem
og dó í Babylon.