Hjálp fyrir Netspjall einkamal.is

Við viljum byrja á því að bjóða þig velkomna/inn í Netspjall einkamal.is. Hérna gefst notendum kostur á að spjalla við hvorn annan í rauntíma á hinum ýmsu spjallrásum, sniðnum að þeirra þörfum eða áhuga. Spjalllausnin sem að notast er við kemur frá fyrirtæki sem að heitir Userplane og er því miður enn sem komið er að hluta til á Ensku. Einnig eru auglýsingar neðst í glugganum í gegnum viðkomandi fyrirtæki. Í þessum texta ætlum við eftir fremsta megni að útskýra möguleikana sem að þér býðst á netspjallinu. Ef að þú ert óvirk/óvirkur á spjallinu í meira en 15 mín, þá dettur þú sjálfkrafa útaf því.

1. Að skipta á milli spjallrása(Rooms)
2. Vinir mínir
3. Óvinir/fólk sem að ég hef ekki áhuga á að spjalla við
4. Vefmyndavél(webcam)
5. Prófæll
6. Einkaspjall
7. Broskallar og texti

Að skipta á milli spjallrása(Rooms)

Þegar að þú opnar spjall gluggan þá skráist þú sjálfkrafa inn á spjallrásina sem að ber nafnið „Biðstofan“. Frá henni getur þú einfaldlega farið inn á aðrar spjallrásir sem að henta frekar þínu áhugasviði, eins og t.d. „Skyndikynni“ eða „Vinalínan“. Til þess að fara inná spjallrásina „Skyndikynni“ smellir þú á viðkomandi spjallrás og smellir þar á hnappinn „Join“. Við það skráist þú út af „Biðstofan“ og inn á „Skyndikynni“. Til þess að fá frekari lýsingu á spjallrás sem þú hefur áhuga á er einnig hægt að smella á hnappinn „Description“(lýsing) og birtist þá frekari lýsing á viðkomandi spjallrás.

Vinir mínir

Vinalistinn í netspjallinu og inná síðunni eru samtengdir. Ef þú hittir einhvern áhugaverðan á spjallinu getur þú bætt viðkomandi á vinaslitan þinn í gegnum spjallið. Þú einfaldlega smellir á notendanafn viðkomandi aðila og þá birtast frekari upplýsingar um hana/hann í glugganum til vinstri fyrir miðju. Þar smellir þú á hnappinn „Add Friend“. Við það er aðilanum bætt í vinalistann þinn. Einnig er hægt á sama máta að taka hana/hann úr vinalistanum með því að smella á „Remove Friend“ hnappinn.

Óvinir/fólk sem að ég hef ekki áhuga á að spjalla við

Eins og oft gerist á vefnum er ýmislegt fólk að reyna að vera í sambandi við mann sem að maður hefur engan áhuga á að spjalla við. Inná einkamál.is sem og í Netspjallinu er hægt að skrá inn þessa aðila til þess að verða ekki fyrir ónæði frá þeim. Til þess að skrá óvin í spjallinu er smellt á viðkomandi notendanafn, þá birtast frekari upplýsingar um hana/hann í glugganum til vinstri fyrir miðju. Því næst smellir þú á hnappinn „Block“. Við það er viðkomandi aðila bætt í óvina listann þinn og ætti ekki að geta ónáðað þig frekar inná einkamal.is. Hægt er að taka aðilann aftur af óvinalistanum með því að smella á „Unblock“ hnappinn.

Vefmyndavél(webcam)

Netspjall einkamal.is býður notendum uppá það notendur geta notast við vefmyndavélar og hljóð í spjallinu. Til þess að virkja þína vefmyndavél(webcam) smellir þú á hnappinn „Settings“(stillingar) sem að er undir myndinni af þér inni á spjallinu. Við það opnast lítill gluggi þar sem gott er að byrja á því að velja tölvuskjáinn neðst til vinstri í glugganum. Veldu „Allow“(Leyfa) og settu svo hak við „Remember“(muna), þessar stillingar gefa netspjallinu aðgang til þess að birta mynd og hljóð frá þér inná spjallinu. Því næst velur þú hnappinn sem ber mynd af vefmyndavél(webcam), þar velur þú þá vefmyndavél sem að þú ætlar að notast við. Þegar að þessu er lokið smellir þú á „Close“(Loka). Nú hefur þú lokið við að stilla vefmyndavélina þína fyrir netspjallið. Til þess svo að slökkva og kveikja á vefmyndavélinni á spjallinu í framtíðinni smellir þú einfaldlega á hnappinn „V“(stendur fyrir vídeó) sem að er undir myndinni þinni. Grænt ljós stendur fyrir það að myndavélin sé í gangi og grátt fyrir það að það sé slökkt á henni. Það sama gildir um hljóðið en sá hnappur heitir „A“.

Prófæll

Inná netspjallinu er hægt að sjá frekari uplýsingar um notendur, jafnvel mynd, með því að smella á viðkomandi notendanöfn. Eftir að smellt hefur verið á notendanafnið er hægt að sjá frekari upplýsingar um viðkomandi aðila með því að smella á „Profile“ hnappinn. Þá opnast prófæll fyrir viðkomandi notanda inná einkamal.is.

Einkaspjall

Vinsælt er hjá notendum að fara í svokallað einkaspjall, þar sem að notendur geta talað saman án þess að aðrir aðilar á spjallinu séu að fylgjast með hvað þeir eru að segja eða gera. Til þess að fara í einkaspjall við annan notenda er smellt á notendanafn viðkomandi aðila, þá birtast frekari upplýsingar um hana/hann í glugganum til vinstri fyrir miðju. Þar smellir þú á hnappinn „IM“(Instant Messenger eða Einkaspjall). Við það opnast nýr gluggi þar sem að þú getur byrjað að spjalla við viðkomandi notanda. Athugið að viðkomandi aðili þarf að samþykkja spjallið til þess að það geti hafist að fullu. Einnig er ekki hægt að hefja spjall við notendur sem að eru með þig skráð á óvinalistanum hjá sér. Frekari upplýsingar um einkaspjallið má finna hér.

Broskallar og texti

Eins og í flestum öðrum spjallkerfum getur þú breytt útlitinu og litnum á textanum sem að þú ert að skrifa. Hjá textaritlinum smellir þú einfaldlega á hnappinn „style“(stíll). Þar getur þú breytt um lit, með því að smella á Color. Sett línu undir textann þinn með því að smella á Underline. Haft textann þinn skáletraðan með því að smella á Italic og haf textann þinn feitletraðan með því að smella á Bold. Til þess að setja broskalla inní textann þinn getur þú t.d. skrifað :) (tvípunktur og svigi) til þess að birta einfaldan broskall. Einnig er hægt að velja hnappinn „:)“ til þess að velja úr mögulegum brosköllum.