Viðburðir á vegum Einkamál.is

Skemmtilegt fólk að gera skemmtilega hluti saman.

Sumarið 2011 ákvað Einkamál.is að bjóða notendum sýnum á sérstaka heimsforsýningu í bíó og vakti það mikla lukku þar sem færri komust að en vildu. Í framhaldinu ákvað Einkamál.is að bjóða reglulega upp á viðburði þar sem notendum og vinum þeirra var boðið að eiga ánægjulega stund saman. Hér að neðan er hægt að sjá lista yfir þá viðburði sem er væntanlegair eru og þá sem hafa verið haldnir.

Eldri viðburðir

des. 2017 - Nýtt á Einkámál.is – Veggur / Spjall

Eins og glöggir notendur hafa tekið eftir þá höfum við verið með nýja virkni á vefnum okkar síðastliðinn mánuð sem við köllum Veggur/Hópar. Á þessum hluta vefsins geta aðilar stofnað hópa sem aðrir aðilar með geta gengið í. Þessir hópar geta deilt áhugamálum og spjallað saman innan hópsins. Við stefnum á sama tíma að leggja niður það hópaspjall sem hefur verið í notkun á vefnum hjá okkur og halda áfram að þróa Veggur/Hópar. Þrátt fyrir að rekstrarkostnaður Einkamál hefur hækkað töluvert undanfarin ár, höfum við ekki hækkað verð. Við höfum lagt kapp á að halda áskriftarverði niðri, nú er svo komið að við verðum að breyta verðskránni þannig að frá og með 1. júní breytist hún eftirfarandi. Viku áskrift verður 699kr og mánaðaráskrift 1299kr. Við vonum við að notendur okkar sýni þessu skilning.

des. 2015 - APP-ið.

Appið er fljótleg leið til að fá yfirlit yfir hvað er að gerast á vefnum, ásamt því að taka þátt í hraðstefnumóti. Sæktu Appið í símann og farðu á hraðstefnumót með fólki nálægt þér. Á hraðstefnumótinu er hægt að velja að sjá aðeins notendur innan tiltekins svæðis hverju sinni. Aldrei að vita nema að sá rétti/rétta sé handan við hornið. Appið er til fyrir Android og iOS.

ágú. 2015 - Hvað er að frétta ???

Einkamál.is leggur mikinn metnað í að uppfæra vefinn reglulega. Síðastliðna mánuði hafa tæknimenn unnið að því að uppfæra vefinn. Á næstu dögum mun því nýtt útlit og virkni líta dagsins ljós. Á sama tíma munum við setja app í loftið sem mun bjóða notendum upp á nýja virkni í gegnum snjalltæki. 
Appið mun nýtast best þeim sem eru með mynd af sér, þess vegna hvetjum við alla sem eru ekki með mynd af sér að setja inn mynd. Þá munum við einnig bjóða notendum upp á að tengja aðganginn sinn við Facebook aðgang. Sú virkni er valkvæð.  
Við höfum ákveðið að hvíla aðeins viðburðina hjá okkur, en  á sama tíma leggja meiri áherslu á að uppfæra tæknilega hluta vefjarins, Við hvetjum alla til að senda okkur línu um hvað þeim finnst mega laga á vefnum.
Öll þessi vinna kostar tíma og pening og á sama tíma hefur launakostnaður og aðkeypt þjónusta hækkað. Einkamál.is hefur ekki hækkað áskriftina síðan 2012. Verðskráin kemur því til með að hækka frá og með 7. Sept 2015. Nýja verðskrá má finna undir skilmálum og hvetjum við þig til að kynna þér hækkanirnar en þær eru breytilegar eftir því í hvað áskriftarleið þú ert.

nóv. 2014 - Bragðaðu á sögunni

Hefur þú áhuga á að læra meira um bjór og uppruna hans? 


Einkamál.is ætlar að bjóða notendum sínum í Bjórskóla Ölgerðarinnar þann 29. nóvember næstkomandi. 

Allt að níu tegundir af bjór verða kynntar og á meðan námskeiðinu stendur sér Egils Gull um þyrsta nemendur á meðan þeir eru fræddir um sögu bjórsins, hráefnin, bruggferlið og ólíka bjórstíla. 

Athugið að takmarkað pláss er í boði. Því er um að gera að hafa hraðar hendur að skrá sig. Allar nánari upplýsingar um skráningu má finna í formi skilaboða til notenda.

 

 

Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér fara. Hlökkum til að sjá ykkur!


okt. 2014 - Ganga í Laugardalnum

Er ekki komin tími á að viðra sig aðeins í haustlægðinni? Við ætlum að skella okkur saman í göngu í Laugardalnum næstkomandi sunnudag.

Við ætlum að hittast fyrir utan Skautahöllina kl 14:00. Notendur hafa fengið nánari upplýsingar sendar í pósti hér á Einkamál.is.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Bkv

Viðburðarstjórn Einkamál.is

okt. 2014 - Keila

Þann 29. október næstkomandi ætlum við að skella okkur saman i keilu. Í síðustu keiluferð Einkamál.is var mikið stuð, enda skemmtilegur hópur sem kom saman og sýndu snilldar takta.

 

Nánari upplýsingar um skráningu hafa borist notendum í skilaboðum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

okt. 2014 - Bogfimi

Það gleður okkur að tilkynna vegna mikillar vinsælda síðast að við ætlum í Bogfimi aftur saman þann 10. október næstkomandi. Það fylltist á örskömmum tíma síðast og því um að gera að hafa hraðar hendur að skrá sig. Aðgangseyrir fyrir meðlimi einkamál.is er aðeins 500 krónur með grunnkennslu innifalið. 

Nánari upplýsingar um skráningu má finna í skilaboðum til notenda.

Hlökkum til að heyra frá ykkur.

sep. 2014 - Nú styttist í hraðstefnumót Einkamál.is

Þann 23. september næstkomandi ætlum við að skella í hraðstefnumót. Að þessu sinni er það fyrir aldurshópinn 35-45 ára. Það var fullt hjá okkur á öll kvöldin í fyrra og mikill áhugi og eftirspurn svo við hvetjum áhugasama til að skrá sig sem fyrst því það er takmarkað pláss. Upplýsingar um skráningu má finna í formi skilaboða til notenda.
Hlökkum til að heyra í ykkur.
Kær kveðja
Viðburðarstjórn

ágú. 2014 - Nú er komið að Öskjuhlíðinni

Þann 31. ágúst næstkomandi ætlum við að ganga saman í Öskjuhlíðinni. Við munum hittast kl 14:00 og gera má ráð fyrir að gangan sé um 60-90 mínútur. Notendur fá upplýsingar um skráningu í skilaboðum. Hlökkum til að sjá ykkur.

ágú. 2014 - Einkamál.is bjóða í bogfimi

Við ætlum að skella okkur saman í Bogfimi þann 18. ágúst næstkomandi. Bogfimikennari mun taka á móti okkur og fara yfir helstu atriði áður en fjörið byrjar. Að sjálfsögðu notendum Einkamál.is að kostnaðarlausum. Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst því að þessu sinni er takmarkað pláss. Allar upplýsingar um skráningu eru kominn á notendur sem skilaboð, þeir sem skrá sig fá sendan vefpóst með nákvæmum upplýsingum hvert á að mæta. 
Hlökkum til að heyra frá ykkur. Kær kveðja Viðburðarstjórn Einkamál.is

júl. 2014 - Esjuganga

Skráning í Esjugöngu einkamál.is er hafin. Farið verður miðvikudaginn 6.ágúst kl 18:00. Gengið verður upp að Steini að þessu sinni. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á vidburdir@imm.is. Nánari upplýsingar berast skráðum notendum síðar.

Bestu kveðjur
Viðburðarstjórn Einkamál.is

júl. 2014 - Styttist í Viðeyjar gönguna

Næsta laugardag þann 26.júlí ætlum við að sigla saman út í Viðey. Þar tekur á móti okkur leiðsögumaður sem mun ganga með okkur um eyjuna fögru. Mæting kl 11:00 en gangan tekur um það bil 60-90 mínútur. Skráning í fullum gangi á vidburdir@imm.is.

Athugið, gangan er notendum Einkamál.is að kostnaðarlausum!

júl. 2014 - Viðeyjar ferð

Þann 26.júlí næstkomandi ætlum við að sigla saman út í Viðey. Þar tekur á móti okkur leiðsögumaður sem mun ganga með okkur um eyjuna fögru. Gangan tekur um það bil 60-90 mínútur. Þetta er létt ganga enda aðal málið að fá sér ferskt loft og njóta náttúrunnar í góðum félagsskap. Athugið, takmarkað pláss. Skráning er hafin á vidburdir@imm.is.

Hlökkum til að heyra í þér!

jún. 2014 - Ganga í góðum félagsskap

Þá eru skráningar hafnar í fyrstu göngu sumarsins. Þann 29.júní næstkomandi sunnudag ætlum við í létta göngu saman í kring um Rauðavatn. Um að gera að viðra gönguskónna í frábærum félagsskap. Allir velkomnir. Nanari upplýsingar í skilaboðum til notenda einkamal.is

mar. 2014 - Diskókeila

Er ekki kominn tími til að dusta rykið af keilu skónum? Þann 21.mars næstkomandi ætlum við að hittast og skemmta okkur saman í diskókeilu. Að sjálfsögðu í boði einkamal.is. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar koma síðar í skilaboðum á notendur í formi skilaboða.

jan. 2014 - Við ætlum að bjóða í party

FM957 og Einkamál.is bjóða hlustendum í „Singles PARTÝ“ á Hressó Laugardaginn 15 febrúar
Rautt, Gult og Grænt þema og Bacardi Breezer á dúndurtilboði.
Trúbadorar sjá um að koma kvöldinu af stað og plötusnúðar frá FM957 leiða þig síðan inn í nóttina.
Kíktu á Einkamál.is á Facebook, like-aðu síðuna og þú átt möguleika á að vinna þér inn Flöskuborð ásamt veglegum veitingum í föstuformi frá Hressó.
FM957 og Einkamál.is á Hressó í Breezer stuði

des. 2013 - Einkamál.is óskar ykkur farsældar á komandi ári

Strengdu áramótaheit um að finna einhvern sem breytir lífi þínu. Okkar áramótaheit er að gerir leitina skemmtilega og vonandi árangursríka. Höfum árið 2014 ástríkt og eftirminnilegt, verum virk og tökum þátt.

Kær kveðja Einkamál.is :)

okt. 2013 - Langar þig til útlanda í rómantíska helgarferð?

Við ætlum að bjóða heppnum Facebook vin til útlanda í rómantíska helgarferð. Með því að taka þátt getur þú unnið 150.000 kr. gjafabréf hjá WOW air. Þá er einnig hægt að vinna gjafabréf á Grillmarkaðin, leikhúsmiða ofl.

okt. 2013 - Skráning hafin í gönguna, allt innifalið.

Enn nokkur sæti laus í göngu okkar. Ganga, kaffi og með því allt í boði Einkamál.is
Skráning er hafin í gönguna okkar um Húsadal í Mosfellsbæ Sunnudaginn 27.okt milli kl 13-15. Að lokinni göngu fáum við okkur kaffi og með því saman.

Því miður getum við aðeins tekið við 20 aðilum í þetta skipti svo við verðum að biðja fólk að skrá sig í gönguna.

Allar upplýsingar um skráningu eru kominn á notendur sem skilaboð, þeir 20 fyrstu sem skrá sig fá sendan vefpóst með nákvæmum upplýsingum hvert á að mæta.

ágú. 2013 - Nú er komið að næstu göngu

Síðasta ganga okkar gekk vonum framar og mættu um 40 manns. Við höfum því ákveðið að bæta við þriðju göngunni.

Næstkomandi sunnudag ætlum við að breyta aðeins til og fara í kvöldgöngu. Nánari upplýsingar verða send í skilaboðum til notenda okkar.

Við viljum endilega bæta við okkur góðum félagsskap og fá þig með okkur svo við hvetjum þig til að skrá þig sem notanda á Einkamál.is ef þú ert ekki þegar á skrá.

ágú. 2013 - Við þökkum frábæra mætingu í gönguhópinn okkar

Við þökkum frábæra mætingu í gönguhópinn okkar. Það mættu um 20 einstaklingar í fyrstu gönguna og 40 í þá seinni. Almennt góð stemmning og ánægja með framtakið virtist einkenna hópinn. Í kjölfarið erum við strax farin að huga að fleiri göngum og álíka viðburðum. Það borgar sig því að fylgjast með á vefnum og á facebook svo þið missið ekki af því sem koma skal.

júl. 2013 - Gönguferðir með skemmtilegu fólki

Sumarið er tíminn til að fara í skemmtilegar göngur með skemmtilegu fólki. Við höfum því ákveðið að skipuleggja tvær göngur í sumar sem allir ráða við. Eina sem þú þarft að gera er að mæta á svæðið með góð skapið í farteskinu. Það eru engar fjöldatakmarkanir á þátttöku svo við hvetjum alla til að mæta og kynnast skemmtilegu fólki. Það verður fulltrú frá okkur á staðnum til að halda utan um hópinn, en hver og einn er þó á sinni ábyrgð. Gönguferðirnar eru samstarfsverkefni Einkamál.is og Sambandsmiðlunar og eru þáttakendum að kostnaðarlausu. Hér er listi yfir þær gönguferðir sem hafa verið skipulagðar.

Heiðmörk mánudaginn 15. júlí kl 18:00
Elliðaárdalurinn þriðjudagurinn 30. júlí kl 18:00

Nú er bara taka til göngufötin og gera sig klár í göngu. Við sendum á ykkur frekari upplýsingar þegar nær dregur.

jún. 2013 - Tilboð hjá Sambandsmiðlun

Við höldum áfram að vera í skemmtilegu samstarfi með Sambandsmiðlun.

Sambandsmiðlun langa að bjóða notendum Einkmál.is upp á þjónustu á sérkjörum. Notendum Einkamál.is býðst nú að fara í einstaklingsþjónustu Sambandsmiðlunnar fyrir aðeins 29.900,- kr. í stað 55.000,- kr.

Eina sem þú þarft að gera til að nýta þér tilboðið er að skrá notendanafn með skráningunni. Tilboð gildir til 14.júní. Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna hér.

mar. 2013 - Bíó forsýning á Safe Haven

Í mars bauð Einkamál.is notendum sínum á sérstaka forsýningu á myndina Safe Haven en hún var frumsýnd 22. Mars. Hægt er að sjá upplýsingar um myndina og myndbrot http://www.sena.is/kvikmyndir/vnr/397

feb. 2013 - Hraðstefnumót fyrir 40-55ára

Vinir okkar hjá Sambandsmiðlun héldu hraðstefnumót miðvikudaginn 27. febrúar og buðu notendum Einkamál.is að taka þátt. Þetta var annað hraðstefnumótið af þremur og var ætlað fólki á aldrinum 40 til 55 ára.

jan. 2013 - Hraðstefnumót

Þann 30.jan var haldið hraðstefnumót á Thorvaldsenbar á vegum Sambandsmiðlunnar en notendum Einkamál.is var boðið að taka þátt. Var kvöldið ætlað 55 ára og eldir en áætlanir eru að halda önnur kvöld fyrir aðrar aldurshópa. Viljum við þakka Sambandsmiðlun fyrir boð um að vera með og hlakkar okkur til að gera meira með þeim í framtíðinni.

nóv. 2012 - Stefnumót við Bjórskólann

Þann 29.nóv var haldið stefnumót við Bjórskólan, og var þetta í annað skiptið sem Einkamál heldur slíkan atburð. Atburðurinn vakti mikla mikla lukku. Einkamál.is að bauð upp á sérkjör til notenda auk vinar. Skólagjald að þessu sinni var 1.500 kr í stað almenns verðs sem er 5.900kr. Enn og aftur komust færri að en vildu og því lofum við að halda fleiri stefnumótakvöld með Bjórskólanum.

okt. 2012 - Boðsýning á „Love is All you need“

Þann 11.okt ákvað Einkmál að bjóða notendum á bíósýningu. Bíósýningar hafa ávallt vakið lukku meðal notenda, en tveir miðar stóðu til boða fyrir hven notanda. Myndin sem var fyrir valinu að þessu sinni var Live is All You need.

apr. 2012 - Boðsýning á Titanic í 3D

Þann 3.april bauð Einkamál.is notendum sínum að sjá endurgerðina á Titanic í D3. En Titanic er eins og flestir vita ein af vinsælustu ástarsögu okkar tíma. Var sýninginn haldinn fyrir fullum sala í Smárabíó.

feb. 2012 - Ostar og Vín

Þann 16. febrúar ákvað Einkamál.is að halda skemmtilegt stefnumót fyrir notendur í ostaskólanum hjá Búrinu. Skólagjald var 1.500kr. í stað 5.500kr. Ánægjulegt kvöld þar sem fólk smakkaði osta undir góðu yfirlæti.

nóv. 2011 - Langar þig á stefnumót?

Þann 26. nóvember var Einkamál.is með stefnumótakvöld í Bjórskólanum. Þáttökugjald var aðeins 1.500kr. en allmennt verð er 5.900kr. Færri komust að en vildu. Einkamál.is mun því klárlega halda annað bjórkvöld eftir þessar viðtökur.

okt. 2011 - Forsýning á „Whats your Number“

Þann 6. Okt bauð Einkamál.is 300 notendum og vinum að sjá á sérstakri forsýningu myndina „Whats your Number“ í Smárabíó. Mæltist myndin vel fyrir og stemmningin almennt góð.

sep. 2011 - Forsýning í Smárabíói

Þann 15.sept bauð Einkamál.is 250 notendum ásamt vin á sérstaka forsýningu í Smárabíó á myndinni „I dont know how she does it“.

ágú. 2011 - Einkamál.is býður upp í dans

Þann 15. ágúst bauð Einkamál.is 20 heppnum notendum á 4 daga dansnámskeið. Dansnámskeiðið var í boði Einkamál.is og var ókeypis. Dansnámskeið var hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Hópurinn var settur saman af fólki sem Einkamál.is taldi eiga samleið saman. Því miður var aðsóknin ekki sú sem vonast var eftir, en aldrei að vita nema þetta verði reynt aftur.

júl. 2011 - Heims forsýning á „Friends With Benefits“

Þann 21.júlí 21 bauð Einkamál.is 300 notendum á sérstaka forsýningu í Smárabíó á myndina „Friends With Benefits“ en hún var heimsfrumsýnd 22.júlí. Færru komust að en vildu og því var ákveðið að bjóða notendum oftar upp á viðburði sem þennan.